Nikolína Theodóra Snorradóttir og Smári Kristjánsson. Hún hefur upplifað mikinn missi í gegnum ævina og glímir nú við ólæknandi sjúkdóm.

Eldgos, missir og von

Nikolína Theodóra Snorradóttir er nýlega orðin sextug. Hún ólst upp í Vestmannaeyjum og var á sextánda aldursári þegar byrjaði að gjósa í Heimaey. Tvítug flutti hún upp á Akranes þar sem hún hefur búið í fjörutíu ár. Hún hefur upplifað mikinn missi í gegnum lífið. Á innan við ári missti hún móður sína og systur úr sama sjúkdómnum. En Nikolínu fylgir einnig mikil gleði. Hún á tvö börn og þrjú barnabörn sem kunna vel að meta ömmu sína og þá á hún eiginmann sem hún kallar klettinn sinn.
Fyrir fimm árum greindist Nikolína með sama sjúkdóm og dró móður hennar og systur til dauða, en sjúkdómurinn nefnist lungnaháþrýsingur. Hún tók á móti blaðamanni Skessuhorns að heimili sínu á Akranesi á aðventunni og rætt var um missinn, lífshlaupið; allt frá gosinu í Eyjum, siglingunni í land, hreinsunarstarfinu í Eyjum og lífinu á fastalandinu.

 

Rætt er við Nikolínu í Jólablaði Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira