Einar Örn Guðnason úr Kraftlyftingafélagi Akraness og Hulda B Waage úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar, bikarmeistarar í kraftlyftingum. Ljósm. Kraftlyftingasamband Íslands.

Einar Örn bikarmeistari í kraftlyftingum

Einar Örn Guðnason úr Kraftlyftingafélagi Akraness hampaði sigri á Bikarmótinu í Kraftlyftingum sem haldið var á Akureyri laugardaginn 25. nóvember síðastliðinn. Einar keppti og sigraði í 105 kg flokki. Hann lyfti 345 kg í hnébeygju í fyrstu tilraun og gerði síðan atlögu að nýju Íslandsmeti, 357,5 kg en mistókst í tvígang. Sömu sögu var að segja í bekkpressunni. Hann lyfti 245 kg í fyrstu tilraun og reyndi tvívegis við Íslandsmetið með 251 kg, en án árangurs. Að lokum lyfti Einar 280 kg í réttstöðulyftu. Samanlagt lyfti Einar því 870 kg og fékk fyrir vikið 519,9 Wilksstig sem skiluðu honum stigabikar karla.

Í kvennaflokki var stigahæst Hulda B Waage úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar. Hún lyfti samanlagt 522,5 kg sem er nýtt Íslandsmet og sigraði í 84 kg flokki kvenna, sem og stigakeppni kvenna með 484,7 Wilksstig.

Líkar þetta

Fleiri fréttir