Úr leik ÍA og Víkings í fyrrasumar. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson.
2. október 2021
Í kvöld verður leikið í elleftu umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu og með því lýkur fyrri hluta Íslandsmótsins. Klukkan 18 í kvöld fer fram í Ólafsvík gríðarlega mikilvægur leikur þegar Vesturlandsliðin Víkingur og ÍA mætast. Erfiðlega hefur gengið hjá báðum liðum í deildinni og eru þau bæði í botnbaráttunni, Skagamenn í næstneðsta sæti með níu stig og Víkingur í tíunda með tíu stig. Leikurinn er því mjög þýðingarmikill fyrir bæði lið sem vilja koma sér í burtu frá botninum. Búast má við að Víkingar mæti fullir sjálfstraust eftir glæstan sigur liðsins á Íslandsmeisturum FH í síðasta leik.