Fulltrúar Lionsklúbbanna sem rætt var við. Frá vinstri: Elfa Hauksdóttir, Jóhanna Möller, Þóra Þorkelsdóttir, Skúli Ingvarsson, Jónína Ingólfsdóttir og Sveinn G. Hálfdánarson. Ljósm. hlh.

Afmælisár hjá Lionsfólki í Borgarnesi

Lionsklúbbarnir í Borgarnesi efna til afmælishátíðar í Hjálmakletti í Borgarnesi næstkomandi laugardag kl. 14. Þá verður haldið upp á 60 ára afmæli Lionsklúbbs Borgarness og 30 ára afmæli Lionsklúbbsins Öglu auk þess sem aldarafmæli Lionshreyfingarinnar í heiminum verður minnst. Lionsklúbbarnir hafa haldið út líflegu starfi í tíð sinni og látið margt gott af sér leiða. Skessuhorn settist niður með fulltrúum klúbbanna sem litu yfir farinn veg.

Leggja samfélaginu lið

Lionsklúbbur Borgarness var stofnaður 2. apríl 1957 og var Sigurður Gíslason húsasmíðameistari fyrsti formaður klúbbsins. Klúbburinn var með fyrstu Lionsklúbbunum hér á landi, en sá fyrsti var stofnaður í Reykjavík árið 1951. „Við erum hluti af alþjóðlegri hreyfingu sem á uppruna sinn í Bandaríkjunum árið 1917. Yfir milljón manns eru félagar í hreyfingunni um allan heim og erum við stolt að tilheyra svo stóru neti fólks,“ segir Sveinn G. Hálfdánarson núverandi formaður Lionsklúbbsins. „Markmið starfsins er að leggja samfélaginu lið og hvetja allt þjónustuviljugt fólk til að leggja hönd á plóginn,“ bætir Skúli Ingvarsson við en hann og Sveinn koma að undirbúningi afmælishátíðarinnar næstkomandi laugardag.

Hlutur kvenna orðinn stór

Lionsklúbburinn var karlaklúbbur fram til 1987. „Þá tók Lionshreyfingin mikilvægt skref þegar byrjað var að stofna klúbba fyrir konur. Hér á landi urðu til svokallaðir Lionessuklúbbar veturinn 1986-1987. Við stofnuðum Lionessuklúbbinn Öglu í janúar 1987 og voru stofnfélagar 28. Þóra Björgvinsdóttir var fyrsti formaðurinn,“ segir Þóra Þorkelsdóttir sem var einn stofnfélaga og gjaldkeri í fyrstu stjórn Öglu.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir