Spila í Logalandi öll mánudagskvöld

Borgfirskir briddsspilarar eru búnir að dusta rykið af spilastokkunum og farnir að spila vikulega í Logalandi, fyrsta spilakvöldið var 27. september. Þá voru það Sveinbjörn Eyjólfsson og Anna Heiða Baldursdóttir sem skoruðu langmest, eða 72%. Næst var spilað 3. október og þá voru það Jón Einarsson og Ingimundur Jónsson sem skoruðu mest, eða 70%. Mánudaginn 10. október var enn á ný spilað og þá voru það Logi Sigurðsson og Heiðar Baldursson sem fóru með sigur af hólmi með ríflega 62% skor. Áfram verða eins kvölda tvímenningar næstu tvö mánudagskvöld en 31. október hefst aðaltvímenningur félagsins. „Það er pláss fyrir fleiri spilara og nú er um að gera að fara að æfa sig fyrir aðaltvímenninginn,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir