Nesballið var haldið í Klifi þetta árið

Um síðustu helgi var Nesballið haldið en það er árleg skemmtun eldri borgara á Snæfellsnesi. Skipst er á að halda ballið í Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæfellsbæ. Var hún haldin félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Þegar skemtunin er haldin í Snæfellsbæ sjá félagasamtök í bæjarfélaginu um hana og eru það Lionsklúbbur Ólafsvíkur, Lionsklúbburinn Rán og Lionsklúbburinn Þerna ásamt Kvenfélagi Hellissands. Boðið var upp á marineraðan þorsk og rækjur í forrétt, íslenskt lambakjöt í aðalrétt og fromage í eftirrétt. Að venju var vel mætt og voru 101 miði seldur. Dóra Unnars sá um veislustjórn og uppistand á meðan á borðhaldi stóð.  Að borðhaldi loknu kölluðu þeir félagar Emanúel Ragnarsson fráfarandi formaður Félags eldriborgara í Snæfellsbæ og Jón Guðmundsson varaformaður félagsins til sín á svið fulltrúa þeirra félaga sem að skemmtuninni stóðu og færðu þeim fána félagsins sem þakklætisvott. Einnig færðu þeir félögum eldri borgara í Grundarfirði og Stykkishólmi fána við þetta sama tækifæri. Það var svo hljómsveitin Bít sem spilaði fyrir dansi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir