Keppendur frá Sundfélagi Akraness, 10 ára og yngri með þátttökuverðlaunin sín. Ljósm. tg.

Ungt sundfólk á Litla TYR-móti Ægis

Um helgina var haldið Litla TYR-mót Ægis í Laugardalslaug. Mótið var fyrir sundmenn 12 ára og yngri og sendi Sundfélag Akraness yfir 20 keppendur á aldrinum 10-12 ára til keppni en nokkrir þeirra yngstu voru að keppa í fyrsta sinn á sundmóti í Reykjavík. Keppt var í aldursflokkum 8-9 ára, 10-11 ára og 12 ára. Sundmenn SA stóðu sig afar vel og voru alls tæplega fjörutíu sinnum í þremur efstu sætunum í sínum aldursflokki. Í lok móts voru veittir verðlaunabikarar þeim sundmönnum sem voru stigahæstir eftir fjórar 50m greinar. Í flokki 10-11 ára meyja var Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir stigahæst.
Afrekskonurnar og sundsysturnar Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþróttamaður ársins 2015 og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir afhentu verðlaun á mótinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir