P. Andri Þórðarson númer 23 fagnar hér þriggja stiga körfu þegar skammt var til leiksloka. Ljósm. tfk.

Grundarfjörður sigraði Kormák

Grundarfjörður tók á móti Kormáki frá Hvammstanga í fyrsta heimaleik í þriðju deildinni í körfunni á laugardaginn. Leikurinn var nokkuð jafn og spennandi og skiptust liðin á að taka forystu. Heimamenn áttu svo góðan kafla í byrjun fjórða leikhluta þar sem þeir náðu tíu stiga forystu og héldu frumkvæðinu eftir það. Gestirnir náðu aðeins að saxa á forskotið og minnkuðu muninn niður í fjögur stig en þá tóku Grundfirðingar við sér aftur og náðu að sigla þessu heim. Leikurinn endaði svo 67-61 heimamönnum í vil og Grundfirðingar því komnir með fyrsta sigurinn í deildinni en þeir töpuðu fyrsta leiknum gegn Álftanesi á útivelli helgina á undan.

Líkar þetta

Fleiri fréttir