Svipmynd úr leik Grundfirðinga og Breiðabliks í bikarkeppninni síðasta vetur. Ljósm. úr safni/ tfk.

Fyrsti heimaleikur Grundfirðinga í körfunni á morgun

Grundfirðingar hófu leik í 3. deild karla í körfuknattleik sunnudaginn 2. október síðastliðinn þegar þeir heimsóttu lið Álftnesinga en töpuðu með níu stiga mun, 87-78 . „Fyrsti heimaleikurinn er síðan á morgun, laugardaginn, 8. október, á móti Kormáki frá Hvammstanga sem er skemmtilegt og vel skipulagt lið,“ segir Aðalsteinn Jósepsson, spilandi framkvæmdastjóri liðsins í samtali við Skessuhorn.

Að sögn Aðalsteins hefur liðsskipan Grundfirðinga breyst nokkuð frá síðasta vetri. Framherjinn Sveinn Arnar Davíðsson er til að mynda genginn til liðs við Snæfell sem og hinn efnilegi miðherji Rúnar Þór Ragnarsson. Þar að auki hafa leikmenn sem á síðasta vetri léku með Grundfirðingum á venslasamningi frá Snæfelli verið kallaðir til baka. „En það kemur maður í manns stað. Liðið er skipað mönnum af Snæfellsnesi á öllum aldri, en mest þó Grundfirðingum,“ segir Aðalsteinn og kveðst bjartur á komandi vetur. „Við ætlum okkur að ná heimaleik í úrslitakeppninni og reyna að gera betur þar en í fyrra,“ segir Aðalsteinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir