Málar maríuhænur til styrktar Marek

Við Akranesvita á Breið má finna safn steina sem málaðir hafa verið sem maríuhænur. Hver steinn er einnig merktur með nafni og er þeim snyrtilega raðað neðan við skilti sem á stendur „For Marek“. Það er hin pólska Linda Zarzycka sem málar steinana og kemur þeim fyrir á Breiðinni. Ástæðan? Jú, hún er að safna fyrir fársjúkum manni í Póllandi, slökkviliðsmanninum Marek Łodygowskiego. Linda er búsett á Akranesi ásamt eiginmanni sínum, Zabol Ark Zarzycki. Hún segist sjálf ekki hafa hitt Marek en heyrði sögu hans í félagsskap sem eiginmaður hennar er í, mótorhjólaklúbbinn Unkown Bikers. Hún segir Marek vera þekktan fyrir góðmennsku sína og nú séu aðrir að reyna að hjálpa honum í veikindum sínum. „Hann starfaði sem slökkviliðsmaður á Wroclaw flugvellinum. Hann er góður maður, hefur hjálpað öðrum allt sitt líf og varð nýlega afi. Hann er mótorhjólamaður og er meðlimur í sama klúbbi og maðurinn minn, bara í Póllandi,“ segir Linda í samtali við Skessuhorn.

Nánar er rætt við Lindu í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir