Ármann Smári er leikmaður ársins

Ármann Smári Björnsson, fyrirliði ÍA, hefur verið kjörinn leikmaður ársins 2016 hjá Morgunblaðinu í Pepsi deild karla í knattspyrnu. Hann varð efstur í einkunnagjöf íþróttafréttamanna blaðsins sem gefa leikmönnum einkunn fyrir frammistöðu sína í hverjum einasta leik sem þeir taka þátt í á tímabilinu.

Fyrirliðinn missti af síðustu þremur leikjum tímabilsins eftir að hann sleit hásin. Það dugði öðrum leikmönnum þó ekki til að komast fram úr honum í einkunnagjöf blaðsins.

Ármann gekk til liðs við ÍA árið 2012 eftir fimm ár í atvinnumennsku í Noregi og Englandi og hefur verið fyrirliði Skagamanna undanfarin þrjú keppnistímabil.

Líkar þetta

Fleiri fréttir