Félagar Sundfélags Akraness hafa haft það fyrir reglu að mæta spariklæddir á Bikarmót SSÍ. Slíkt vekur ávallt athygli enda skemmtilegur siður. Ljósm. tg.

Skagamenn í fimmta sæti í Bikarkeppni SÍ

Um liðna helgi var Bikarmót Sundsambands Íslands haldin í Reykjanesbæ. Margir af sterkustu sundmönnum Íslands syntu á mótinu. Sundfélag Akraness sendi bæði kvenna- og karlalið og var gengi þeirra framar vonum en bæði liðin urðu í fimmta sæti. Hvað stigafjölda varðar er árangurinn á mótinu  í ár sá besti síðastliðin átta ár. Margir sundmennirnir bættu tíma sína eða syntu á sínum tímum sem er mjög gott þegar keppnistímabilið er rétt að hefjast. Hæst bar þó að Ágúst Júlíusson, Íþróttamaður Akraness, náði lágmarki í 100m flugsundi til að komast  á Norðurlandameistaramótið í sundi í 25m laug en það fer fram í Kolding í Danmörku í desember næstkomandi.

„Á Bikarmóti Sundsambandsins hafa nokkur félög þann hátt á að tefla fram fyrrum sundmönnum sem hættir eru að æfa. Sundfélag Akrananess heldur sig fast við þá ákvörðun að tefla fram framtíðarsundmönnum félagsins og gefa þeim þannig tækifæri til að taka þátt í stórmótum Sundsambands Íslands,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira