Stuðningsmenn Víkings eru sumir hverjir nú þegar lagðir af stað suður.

Leikmenn Víkings og stuðningsmenn leggja allt undir

Gríðarleg stemning er meðal stuðningsmanna knattspyrnuliðs Víkings í Ólafsvík fyrir síðustu umferðina. Lokaleikur mótsins verður spilaður á morgun, laugardag þegar Víkingur mætir Stjörnunni á Samsung vellinum í Garðabæ klukkan 14. Víkingsliðið er í fallhættu og í harðri baráttu við Fylki sem mætir KR á sama tíma í Frostaskjólinu. Stuðningsmenn Víkings ætla að fjölmenna á leikinn og verður ekkert gefið eftir, að sögn Vagns Ingólfssonar. „Við látum vel í okkur heyra og vil ég hvetja alla þá sem eiga þess kost að koma og hvetja Víking áfram,“ en sjálfur er hann nú þegar lagður af stað suður.

Alfreð Már Hjaltalín leikamaður Víkings sagði við fréttarita á æfingu liðsins að nú yrði allt keyrt á fullu og allt lagt undir. „Þetta er okkar bikarleikur og ætlum við að halda sæti okkar meðal hinna bestu, annað kemur ekki til greina. Við eigum góða stuðningsmenn og þeir hafa stutt vel við bakið á okkur í sumar svo það verður barist, því lofa ég,“ sagði Alfreð.

Þrír leikmenn Víkings verða í banni á morgun, þeir Tomaz Luba, Egill Jónsson og Pape Mamadou Faye. Pontus Nordenberg, vinstri bakvörður Víkings, verður ekki í leikbanni þegar liðið mætir Stjörnunni í lokaumferð Pepsi-deildarinnar á morgun. Pontus lét stór orð falla inni á vellinum eftir 2-1 tap gegn Fylki í fallbaráttuslag. Í Pepsi-mörkunum var sýnd upptaka frá myndatökumanni sem fór inn á völlinn eftir lokaflautið. Svíinn var dæmdur í eins leiks bann í vikunni fyrir ummæli sín. Víkingur Ólafsvík áfrýjaði banninu og það þýðir að Pontus verður löglegur á morgun. Áfrýjunin verður nefnilega ekki tekin fyrir fyrr en í næstu viku.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira