Nýr keppnishringur tekinn í notkun á móti hnefaleikafélagsins

Laugardaginn 8. október nk. mun Hnefaleikafélag Akraness, sem er aðili að Íþróttabandalagi Akraness, standa fyrir hnefaleikamóti í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Mótið hefst klukkan 17:00. Á mótinu verður vígður nýr keppnishringur Hnefaleikafélagsins á Akranesi en hann er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Hringurinn er sérstakur að því leyti að hann er ekki upphækkaður eins og venjan er, heldur eru hornum hans komið fyrir í gólfi íþróttasalarins fyrir festu og er þ.a.l. ekki upphækkaður. „Hugmyndin að hringnum er fengin frá Svíðþjóð þar sem svona fyrirkomulag er eitthvað notað. Keppnishringurinn stenst allar alþjóðlegar öryggiskröfur og staðla að öllu leyti nema að vera upphækkaður. Það að hafa keppnishringinn ekki upphækkaðann hefur ekki áhrif á öryggi keppenda eða leik þeirra. Keppnishringurinn hefur verið samþykktur af Hnefaleikasambandi Íslands og stenst allar þeirra kröfur,“ segir í frétt frá hnefaleikafélaginu.

Ástæða þess að hafa keppnishringinn er ekki upphækkaðann er tvíþætt. Kostnaður við þennan hring er ekki nema brot af kostnaði af upphækkuðum hring sem stenst alþjóðakröfur. Þar að auki er þessi keppnishringur mun auðveldari í uppsetningu og geymslu en þeir keppnishringir sem hingað til hafa verið notaðir. ÍA er fyrsta íþróttabandalag á Íslandi sem kemur upp aðstöðu sem þessari fyrir sín félög, en þetta verkefni er samstarf Hnefaleikafélags Akraness og ÍA.

 

Dæmi um broxhring

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira