Svipmynd af Garðavelli. Ljósm. úr safni.

Vatnsmótið stóð undir nafni

Vatnsmótið í golfi fór fram á Garðavelli á Akranesi laugardaginn 24. september. Mótið er innanfélagsmót kylfinga í Golfklúbbnum Leyni og eitt elsta innanfélagsmót klúbbsins. Dregur það nafn sitt af miklu vatnsveðri sem var þegar mótið var haldið í fyrsta sinni árið 1970. Stóð mótið sannarlega undir nafni að þessu sinni. Þegar kylfingar höfðu leikið fyrstu níu holurnar gerði mikla rigningu og gekk á með hvassviðri um tíma. Kylfingarnir létu það þó ekki á sig fá og luku keppni með sóma. Þátttaka var með minna móti, en alls tóku 13 kylfingar þátt að þessu sinni.

Helstu úrslit urðu eftirfarandi:

Punktakeppni með forgjöf:
1. sæti, Bjarni Þór Bjarnason, 32 punktar (betri á seinni níu)
2. sæti, Magnús Daníel Brandsson, 32 punktar
3. sæti, Einar Jónsson, 29 punktar (betri á seinni níu)

Höggleikur án forgjafar (besta skor):
1.sæti, Björn Viktor Viktorsson, 88 högg

Nándarverðlaun:
3. hola, Jón Ármann Einarsson 6,78 m
8. hola, Björn Viktor Viktorsson 7,04 m

„Golfklúbburinn Leynir þakkar keppendum fyrir þátttökuna og óskar vinningshöfum til hamingju með árangurinn. Vinningshafar geta sótt vinninga á skrifstofu GL frá og með mánudeginum 26. september,“ segir í frétt á vef GL.

Líkar þetta

Fleiri fréttir