Keppendur á Haustmóti í pútti ásamt mótsstjóra. Ingimundi Ingimundarsyni var færður blómvöndur með þakklæti hópsins fyrir leiðsögn og elju við golfstarfið. Ljósm. Ragnheiður G. Waage.

Haustmót eldri púttara í Borgarbyggð

Pútthópur eldri borgara í Borgarbyggð endaði sumarið á Haustmóti að Hamri 13. september. Um 20 eldri púttar hafa æft að kappi í sumar og framfarir hafa verið góðar hjá mörgum einstaklingum. Haustmótið var þriggja daga keppni og gilti samanlagður árangur. Leikið var 6., 8., og 13. september. Í kvennaflokki varð Lilja Ólafsdóttir hlutskörpust með 203 högg. Í öðru sæti varð Guðrún Birna Haraldsdóttir með 205 högg og Jytta Juul þriðja með 209 högg. Í karlaflokki varð Þorbergur Egisson hlutskarpastur með 194 högg. Annar varð Guðmundur A. Arasons með 199 högg og þriðji Guðmundur Bachmann með 205 högg. Sextán kependur tóku þátt í þessu lokamóti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir