Siggi Jóns þjálfar áfram hjá ÍA

Sigurður Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning um að þjálfa áfram hjá Knattspyrnufélagi ÍA. Gildir samningurinn til eins árs. Frá þessu er greint á vef KFÍA. Hann mun þjálfa 2. og 4. flokk karla auk þess að sinna afreksæfingum í 2., 3., og 4., flokki bæði karla og kvenna.

Siggi Jóns kom til starfa hjá Knattspyrnufélagi ÍA að nýju fyrir þremur árum og hefur leikið stórt hlutverk í því afreks- og uppbyggingarstarfi sem stundað hefur verið hjá félaginu undanfarin ár, ásamt öðrum þjálfurum. Í ár hafa til að mynda fimm leikmenn úr 2. flokki karla tekið þátt í leikjum ÍA í Pepsi deildinni auk þess sem yngri flokkar félagsins hafa náð betri árangri en náðst hefur undanfarin ár. „Stjórn Knattspyrnufélags ÍA er gríðarlega ánægð með að njóta krafta Sigurðar áfram og er þess fullviss að sú braut sem félagið er á muni halda áfram að styrkja stöðu félagsins í keppni þeirra bestu á Íslandi,“ segir á vef knattspyrnufélagsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir