Kristján Þór Einarsson úr GM og Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR sigruðu á Honda Classic móti Eimskiparaðarinnar sem fram fór á Garðavelli um helgina. Ljósm. leynir.is.

Honda Classic mótið fór fram á Garðavelli

Honda Classic mót Eimskipsmótaraðarinnar í golfi var leikið á Garðavelli um síðustu helgi. Vallaraðstæður voru nokkuð breytilegar á fyrsta hring mótsins þar sem gekk á með miklum vindi og rigningu. Aðstæður voru síðan mun betri á öðrum keppnisdegi og lokahringnum en á fyrsta degi mótsins.

Úrslit mótsins urðu þau að Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar og Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur urðu hlutskörpust. Kristján lék á samtals sjö undir pari. Hann setti vallarmet á Garðavelli á lokahringum, en hann lék Kristján á sjö höggum undir pari vallarins. Í öðru sæti á mótinu varð Heiðar Davíð Bragason úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík en þrír kylfingar urðu jafnir í 3.-5. sæti.

Ragnhildur tryggði sér öruggan sigur þrátt fyrir að hafa farið lokahringinn á 81 höggi. Er þetta hennar annar sigur á Eimskipsmótaröðinni en hún er aðeins 19 ára gömul. Hafdís Alda Jóhannsdóttir úr Golfklúbbnum Keili hafnaði í öðru sæti og Eva Karen Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur í þriðja sæti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir