Vefmyndavél komið fyrir á Garðavelli

Undanfarin misseri hefur verið unnið að því að koma upp vefmyndavél við golfvöllinn Garðavöll á Akranesi. Með tilkomu hennar geta kylfingar kynnt sér aðstæður á fyrsta teig vallarins hvenær sem er, hvar sem þeir eru staddir. Aðgangur að vefmyndavélinni er á heimasíðu Golfklúbbsins Leynis, www.leynir.is. Ofarlega til hægri á síðunni er hægt að smella á flipann „vefmyndavél“ og þá birtist mynd af fyrsta teig á hverjum tíma.

Myndavélin mun í framtíðinni einnig nýtast til að fylgjast með umferð um völlinn og við hvers kyns vallargæslu á Garðavelli. „Golfklúbburinn Leynir vonar að þetta verði félagsmönnum og öðrum kylfingum til gagns og góðra nota í framtíðinni,“ segir í frétt á heimasíðu klúbbsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir