Víkingur Ó. hefur leik í úrslitakeppninni á morgun

Fyrri leikur Víkings Ó. og Grindavíkur í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í knattspyrnu fer fram á morgun, laugardaginn 3. september. Leikurinn fer fram á Ólafsvíkurvelli og hefst kl. 14:00.

Víkingur hafnaði sem kunnugt er í þriðja sæti A riðils en Grindvíkingar í fyrsta sæti B riðils. Í úrslitakeppninni leika átta lið um tvö laus sæti Pepsi deild kvenna næsta sumar. Sigri Víkingur tveggja leikja viðureignina við Grindavík mætir liðið annað hvort ÍR eða Hömrunum í tveimur leikjum í undanúrslitum. Sigurvegarar undanúrslita tryggja sér sæti í efstu deild að ári og leika úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil 1. deildar kvenna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir