Valin í landslið yngri spilara

Framundan eru landsliðsverkefni hjá bæði U-19 ára landsliði karla og kvenna í knattspyrnu. Landsliðshóparnir sem taka þátt í þeim verkefnum hafa verið tilkynntir og er þar að finna tvo Vestlendinga.

Skagamaðurinn Aron Ingi Kristinsson var valinn í U-19 ára landsliðshópinn sem heldur út til Wales og keppir þar æfingaleiki við heimamenn dagana 4. og 6. september. Aron Ingi hefur ekki spilað landsleiki fyrir Íslands hönd áður en þessi 18 ára Skagamaður hefur komið við sögu í sjö leikjum ÍA það sem af er tímabili. Aron Ingi spilar stöðu vinstri bakvarðar.

Birta Guðlaugsdóttir úr Víkingi Ólafsvík var valin í U-19 ára landslið kvenna sem spilaði æfingaleik við Pólland á Sandgerðisvelli síðastliðinn fimmtudag. Birta, sem er markvörður, er aðeins fimmtán ára gömul en hefur þrátt fyrir það leikið lykilhlutverk í liði Víkings Ó. sem hefur staðið sem vel í sumar og er komið í umspil um laust sæti í efstu deild fyrir næsta tímabil. Birta hefur leikið þrjá leiki fyrir U-17 ára landsliðs Ísland á árinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir