Norræna skólahlaupið hefst á föstudaginn

Norræna skólahlaupið hefst á föstudaginn og verður sett með formlegum hætti í Sandgerði klukkan 10. Þetta er árlegt verkefni sem grunnskólum á Norðurlöndunum býðst að taka þátt í. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sér um framkvæmd verkefnisins á Íslandi. Markmiðið með Norræna skólahlaupinu er að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Á síðasta ári tóku rúmlega 15.000 grunnskólanemendur frá 63 skólum á Íslandi þátt í hlaupinu og hlupu alls um 40 hringi í kringum landið, en hægt er að velja um þrjár vegalengdir 2,5, 5 og 10 kílómetra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Krufning í FSN

Nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði voru önnum kafnir í einni skólastofunni í síðustu viku er fréttaritara Skessuhorns bar að... Lesa meira