
SamVest tók þátt í Bikarkeppni FRÍ
Sunnudaginn 21. ágúst fór fram Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands í frjálsum íþróttum utanhúss í aldursflokknum fimmtán ára og yngri. Um er að ræða liðakeppni og sendi Vesturlandsliðið SamVest öflugt lið til keppni sem náði að manna allar keppnisgreinarnar en hver keppandi má aðeins taka þátt í tveimur greinum. SamVest stóð sig með stakri prýði og endaði með 113 stig sem gaf samstarfinu fimmta sæti á mótinu en alls tóku ellefu lið þátt.
Eftirtalin skipuðu bikarlið SamVest að þessu sinni;
Piltar:
Daníel Fannar Einarsson (2002) UMSB: Hástökk og 1500 m hlaup
Elvar Einarsson (2001) UMSB: 100 m grindahlaup
Halldór Jökull Ólafsson (2002) HHF: Kringlukast og 400 m hlaup
Sigursteinn Ásgeirsson (2001) UMSB: Spjótkast og kúluvarp
Stefán Jóhann Brynjólfsson (2001) UMSB: Langstökk og 100 m hlaup.
Boðhlaup: Daníel Fannar, Elvar Örn, Sigursteinn og Stefán Jóhann.
Stúlkur:
Andrea Björk Guðlaugsdóttir (2001) HHF: Boðhlaup
Birta Sigþórsdóttir (2003) HSH: kúluvarp
Björg Hermannsdóttir (2001) HSH: 100 m hlaup
Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir (2001) HHF: Hástökk og 1500 m hlaup
Liv Bragadóttir (2001) HHF: Spjótkast og kringlukast
Rakel Jóna B. Davíðsdóttir (2002) HHF: Langstökk og 80 m grindahlaup.
Tinna Guðrún Alexandersdóttir (2003) HSH: 400 m hlaup
Boðhlaup: Andrea Björk, Björg, Guðrún Ósk og Rakel Jóna.