
Pæjumót Skotfélags Snæfellsness á miðvikudaginn
Skotgrund – Skotfélag Snæfellsness ætlar að halda svokallað pæjumót í skotfimi en mótið er eingöngu ætlað konum. Keppt verður með 22. cal rifflum og verða skotmörkin á 25m, 50m, 75m og 100m brautum. Allar konur eru boðnar velkomnar hvort sem að þær eru vanar eða óvanar. Félagið verður með riffla á svæðinu sem og leiðbeinendur fyrir byrjendur. Allar konur á Snæfellsnesi eru hvattar til að taka þátt en mótið verður haldið miðvikudaginn 31. ágúst næstkomandi á svæði félagsins í Hrafnkelsstaðabotni í Kolgrafafirði.