Sigurvegararnir frá Akranesi. Ljósm. þt.

Myndir af keppendum á púttmóti

Síðasta púttkeppni eldri borgara á Akranesi og úr Borgarbyggð fór fram fyrr í mánuðinum að Nesi í Reykholtsdal. Við sögðum frá úrslitum mótsins í Skessuhorni fyrir hálfum mánuði, en birtum þá án mynda. Þær hafa nú borist og fylgja hér með. Á mótinu öttu 37 púttarar kappi í ágætis veðri. Var þetta þriðja viðureign þeirra í ár og lokaslagurinn um Húsasmiðjubikarinn. Mótin fóru fram á þremur stöðum í sumar: Hamri í Borgarnesi, á Garðavelli á Akranesi og í Nesi. Sem fyrr hafa allir félagar í félögum eldri borgara á svæðinu þátttökurétt, en sjö efstu hjá hvoru félagi telja til útreiknings. Keppnin í ár hefur verið jöfn og spennandi. Í Borgarnesi fóru leikar 495:496 fyrir Akurnesinga. Þeir juku forskotið á Akranesi og unnu 524:535. Á Nesi var keppnin enn jafnari og Borgarbyggðarfólk dróg aðeins á og vann 489:494. Lokatölur urðu því 1513 gegn 1520. Skagamenn unnu því annað árið í röð og náðu besta heildarskori til þessa. Bættu besta árangur Borgfirðinga frá 2014 um þrjú högg.

Borgfirðingar á hlaðinu í Nesi. Ljósm. þt.

Líkar þetta

Fleiri fréttir