Skallagrímur fær fyrrum landsliðsmann Bandaríkjanna

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við Tavelyn Tillman og mun hún leika með liði félagsins í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik næsta vetur. Tavelyn er fyrrum liðsmaður bandaríska landsliðsins og leikmaður WNBA deildarinnar.

Tavelyn útskrifaðist úr háskóla 2010 og hóf undirbúningstímabil það ár með Minnesota Lynx í WNBA deildinni. Hún ákvað hins vegar að söðla um og hélt í atvinnumennsku í Evrópu. Þar hefur hún leikið með liðum í Sviss, Slóveníu og Svíþjóð þar sem hún hefur alltaf verið í lykilhlutverki og meðal annars hampað deildar- og bikarmeistaratitli í Slóveníu.

Á síðasta tímabili lék Tavelyn með liði Norrköping Dolphins og var stigahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar með 22,1 stig að meðaltali í leik.

Líkar þetta

Fleiri fréttir