Sviðsmynd sem sett var upp í Sementsverksmiðjunni.

Sementsverksmiðjan aftur gerð að kvikmyndaveri

Það vakti mikla athygli fyrr á þessu ári þegar Sementsverksmiðjan fékk nýtt hlutverk þegar hún breyttist á svipstundu í kvikmyndaver fyrir bandarísku stórmyndina Fast 8. Nú fyrir síðustu helgi hafði verksmiðjan aftur breyst í kvikmyndaver en að þessu sinni töluvert smærra í sniðum. Þegar blaðamanni bar að garði var verið að taka upp stuttmyndina „Engir draugar“ sem leikstýrt er af Ragnari Snorrasyni en hann skrifaði einnig handrit myndarinnar. Myndin var tekin upp á fleiri stöðum á Akranesi, m.a. í Jörundarholti. Þess má geta að upptökur fóru einnig fram í Stykkishólmi. Aðstandendur myndarinnar eru flestir af Vesturlandi, m.a. Heiðar Mar Björnsson framleiðandi og unnusta hans Sara Hjördís Blöndal er búninga- og leikmyndahönnuður. Guðlaugur Ingi Gunnarsson hljóðmaður kemur úr Stykkishólmi og tveir af leikurunum eru Jóel Þór Jóhannesson og Sindri Birgisson af Akranesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira