Sviðsmynd sem sett var upp í Sementsverksmiðjunni.

Sementsverksmiðjan aftur gerð að kvikmyndaveri

Það vakti mikla athygli fyrr á þessu ári þegar Sementsverksmiðjan fékk nýtt hlutverk þegar hún breyttist á svipstundu í kvikmyndaver fyrir bandarísku stórmyndina Fast 8. Nú fyrir síðustu helgi hafði verksmiðjan aftur breyst í kvikmyndaver en að þessu sinni töluvert smærra í sniðum. Þegar blaðamanni bar að garði var verið að taka upp stuttmyndina „Engir draugar“ sem leikstýrt er af Ragnari Snorrasyni en hann skrifaði einnig handrit myndarinnar. Myndin var tekin upp á fleiri stöðum á Akranesi, m.a. í Jörundarholti. Þess má geta að upptökur fóru einnig fram í Stykkishólmi. Aðstandendur myndarinnar eru flestir af Vesturlandi, m.a. Heiðar Mar Björnsson framleiðandi og unnusta hans Sara Hjördís Blöndal er búninga- og leikmyndahönnuður. Guðlaugur Ingi Gunnarsson hljóðmaður kemur úr Stykkishólmi og tveir af leikurunum eru Jóel Þór Jóhannesson og Sindri Birgisson af Akranesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir