Víkingur Ó. spilar um laust sæti í úrvalsdeild

Víkingur Ó. mætti liði liði Skínanda í þrettándu umferð A- riðils í fyrstu deild kvenna í fótbolta fimmtudaginn 18. ágúst síðastliðinn. Leiknum lauk með 2-0 sigri Víkings en mörkin skoruðu þær Freydís Bjarnadóttir og Samira Suleman. Með sigrinum tryggði Víkingur sér þriðja sæti A-riðils og þar með umspilsrétt um sæti í úrvalsdeild kvenna að ári.

Fyrirkomulagið í fyrstu deild kvenna er svoleiðis að spilað er í þremur riðlum og komast efstu tvö sætin í öllum riðlum beint í umspil um sæti í úrvalsdeild; auk þeirra fara tvö af þremur stigahæstu liðum í þriðja sæti einnig í umspil. Það er orðið ljóst að Víkingur mun spila um sæti í úrvalsdeild.

Næsti leikur Víkings er gegn ÍR á morgun klukkan 18:00 á heimavelli. ÍR er í öðru sæti, tveimur stigum fyrir ofan Víking. Leikurinn er lokaleikur riðilsins og því spilað upp á hvort liðið lendir í öðru sæti. Ef Víkingur vinnur leikinn mæta þær liði Sindra á Hornafirði í átta liða úrslitum en ef þær tapa mæta þær liði Grindavíkur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir