Tónleikar á Hvalfjarðarströnd og í Stykkishólmi

Sunnudaginn 28. ágúst kl. 14:00 verða fluttir söngtónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ og þriðjudaginn 30. ágúst kl. 20:00 í Stykkishólmskirkju. Flytjendur verða Alexandra Chernyshova sópransöngkona, Lubov Molina kontraalt og Valeria Petrova sem spilar undir á píanó. Flutt verður tónverkið Stabat Mater eftir G. Pergolesi sem skrifað var fyrir sópran og alt kvenraddir. Verkið samdi tónskáldið árið 1736 á síðustu ævidögum sínum. Stabat Mater er sögð ein helsta perla kirkjutónlistar. Auk verksins Stabat Mater verður flutt tónlist eftir Mozart, Bach, Caccini og aðrar perslur kirkjutónlistarinnar. Tónleikar eru styrktir af Uppbygingarsjóði Vesturlands og eru haldnir á vegum Tónlistarsumars í Hvalfirði 2016 og Sumartónleikaraðar Stykkishólmskirkju.

Líkar þetta

Fleiri fréttir