Þórður Þorsteinn fagnar marki í sumar ásamt liðsfélögum sínum. Ljósm. Guðmundur Bjarki

Þórður Þorsteinn valinn í U-21 árs landsliðið

Eyjólfur Sverrisson þjálfari U-21 árs landsliðsins í knattspyrnu og aðstoðarmaður hans Tómas Ingi Tómasson hafa nú tilkynnt landsliðshópinn sem mun taka þátt í tveimur útileikjum í undankeppni fyrir EM 2017. Leikirnir sem um ræðir eru gegn Norður-Írlandi 2. september og Frakklandi 6. september.

Skagamaðurinn Þórður Þorsteinn Þórðarson var valinn í hópinn að þessu sinni og er þetta í fyrsta skiptið sem Þórður er valinn í landsliðshóp yngri landsliða. Þórður hefur spilað þrettán leiki í Pepsi deildinni í ár fyrir ÍA og skorað í þeim tvö mörk. Hann spilaði í upphafi tímabils sem hægri bakvörður en hefur undanfarið spilað á hægri kantinum.

Ísland á góða möguleika að komast á EM en liðið er í öðru sæti eftir sex leiki með tólf stig, tveimur stigum á eftir Frakklandi sem hefur leikið einum leik fleira en Íslendingar. Það eru því mikilvægir leikir á útivelli framundan hjá Íslendingum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir