Sveinn Rúnar Sigurðsson.

Læknirinn sem á met fyrir flest lög í undankeppni Eurovision

Sveinn Rúnar Sigurðsson er fjölhæfur maður með mörg járn í eldinum. Sem læknir, frumkvöðull á sviði hugbúnaðar í þágu lækna og síðast en ekki síst tónlistarmaður. Sveinn Rúnar er lagahöfundur sem hefur samið lög fyrir margar þekktustu poppstjörnur landsins ásamt því að eiga það met að vera sá lagahöfundur sem hefur átt flest lög í undankeppni Sjónvarpsins fyrir Eurovison, en hann hefur tvisvar sinnum komist út í aðalkeppnina með lag. Hann hefur undanfarið unnið að nýju efni í tónlistinni sem landsmenn munu heyra í vetur. Sveinn er þó ekki starfandi tónlistarmaður nema að hluta, heldur vinnur hann fullt starf sem læknir og hóf í apríl síðastliðnum störf sem yfirlæknir á heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi.

Blaðamaður Skessuhorns settist niður með hinum húmoríska Sveini Rúnari á dögunum og ræddi við hann um lífið og tilveruna en einkum um læknis- og tónlistarstörfin.

Viðtalið við Svein Rúnar má lesa í heild sinni í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir