Söngkonan Inga María Hjartardóttir frá Akranesi.

Útgáfutónleikar Ingu Maríu í kvöld

Söngkonan Inga María Hjartardóttir heldur útgáfutónleika á Akranesi í tilefni af útgáfu nýs efnis. Einnig eru tónleikarnir hennar leið til að kveðja að sinni, en hún heldur bráðlega aftur til Boston í Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám við Berklee Collage of Music.

Tónleikar Ingu Maríu fara fram á Gamla kaupfélaginu í kvöld, miðvikudaginn 17. ágúst og hefjast klukkan 20:00. Á efnisskránni er nýtt frumsamið efni í bland við eftirlætis lög söngkonunnar.

Fram koma, auk Ingu Maríu, þau Heiðmar Eyjólfsson, Mirra Björt Hjartardóttir og dansparið Almar Kári Ásgeirsson og Demi van den Berg. Þá mun Ingi Björn Róbertsson bregða sér í gervi DJ Red Robertsson og leika danstónlist. Aðgangseyrir er 1.500 kr. en frítt er fyrir 12 ára og yngri.

Líkar þetta

Fleiri fréttir