Kemst ÍA í baráttuna um að halda sæti sínu í deildinni?

Skagakonur eru í býsna erfiðri stöðu í Pepsi deild kvenna þegar aðeins sjö umferðir eru eftir. Liðið situr á botni deildarinnar með fimm stig. Skagakonur mæta liði Selfoss klukkan 18:30 í kvöld á Selfossvelli. Leikurinn er nokkuð mikilvægur fyrir Skagakonur en með sigri geta þær komist í baráttuna um að halda sæti sínu í deildinni. Selfoss er í sjöunda sæti með tíu stig og því yrðu Skagakonur aðeins tveimur stigum frá Selfossi ef þær sigra í kvöld. Ef ÍA tapar hins vegar leiknum eru líkurnar á því að þær haldi sér í deildinni orðnar býsna takmarkaðar. Það er því um mikilvægan leik að ræða í kvöld.

Líkar þetta

Fleiri fréttir