Birgir Leifur Hafþórsson/Ljósm. golf.is

Birgir Leifur Hafþórsson og Bjarki Pétursson á einu sterkasta golfmóti Íslandssögunnar

Föstudaginn næstkomandi hefst Securitasmótið á Eimskipsmótaröðinni og fer það fram á Grafarholtsvelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Mótið verður spennandi en um lokamót mótaraðarinnar er að ræða og því verður spennan um stigameistaratitilinn Eimskipsmótaraðarinnar.

Securitasmótið er gríðarlega sterkt og mæta þar til leiks atvinnukylfingar frá Íslandi, Englandi, Írlandi og Austurríki. Meðal keppenda á mótinu verða Skagamaðurinn Birgir Leifur Hafþórsson og Borgnesingurinn Bjarki Pétursson sem keppir fyrir GB en þeir háðu mikla baráttu um efsta sætið á Íslandsmótinu fyrr í sumar sem lauk með því að Birgir Leifur hafði betur. Erlendu atvinnukylfingarnir sem verða á mótinu eru fjórir talsins; þeir Liam Robinson frá Englandi, Richard O‘Donovan frá Írlandi, Moritz Mayerhauser og Bernhard Reiter sem báðir eru frá Austurríki.

Atvinnukylfingarnir geta með sigri unnið sér inn 250 þúsund krónur í verðlaunafé. Það má búast við harðri, spennandi og skemmtilegri keppni á Grafarvogsvelli um helgina en mótið er eitt það sterkasta sem haldið hefur verið hér á landi frá upphafi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir