
Stund milli stríða hjá dýralækninum
Gunnar Guðnason sendi ritstjórn Skessuhorn línu þar sem hann biður fyrir kveðju til Gunnars Gauta Gunnarssonar dýralæknis í Borgarnesi og bestu þakkir fyrir skemmtilega gönguferð á fjallið Baulu í einmunablíðu nýverið. „Þegar á tindinn kom dró nafni minn upp Skessuhornið og las til að öðlast hinn sanna innri frið,“ skrifar Gunnar Guðnason sem segir dýralækninn mikinn aðdánda blaðsins. Hann bætti svo við meðfylgjandi vísu:
Stökk á Baulu stundarkorn,
stórgrýtt var og friður.
Í skýjum leit ég Skessuhorn
og skellti mér svo niður.
(GG)