Eldri borgarar af Vesturlandi á púttmóti á Akranesi. Ljósm. úr safni.

Fólk yfir miðjan aldur eykur þátttöku í golfi

Kylfingar hafa aldrei verið fleiri, en nú og eru 16.820 skráðir í golfklúbba víðsvegar um landið. Þetta kemur fram á golf.is. Kylfingum hefur fjölgað um 400 frá síðasta ára. Fjölgunin er hvað mest í golfklúbbum á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. „Gott veðurfar, aukin markaðssetning og fjölbreyttara framboð á félagaaðild gætu verið líklegar skýringar á fjölguninni,“ segir í fréttinni. Þegar rýnt er í tölurnar þá kemur í ljós að aukningin er mest hjá fólki sem er 50 ára og eldra en sá hópur vex um 13% milli ára. Á móti er fækkun í hópi fólks milli 22 og 49 ára og nemur fækkunin um 7%. Einnig fækkar börnum og unglingum yngri en 14 ára um 12%. „Í dag eru 55% allra kylfinga eldri en 50 ára og í þeim aldurshópi eru flestir nýliðarnir. Þar sem færri nýliðar undir 50 ára byrja í golfi má segja að meðalaldur kylfinga sé að hækka verulega hér á landi. Meðalaldur kvenkylfinga er nú 52 ár og karlkylfinga 46 ár.

Líkar þetta

Fleiri fréttir