Listahátíð í Borgarnesi um helgina

Listahátíðin Plan-B artfestival verður haldin í Borgarnesi fyrsta sinni helgina 12-14. ágúst næstkomandi. Hátíðin er fjölþjóðleg, en um 20 listamenn af sjö mismunandi þjóðernum munu taka þátt í henni. Listamennirnir stunda fjölbreytta list og verða til sýnis verk úr öllum miðlum nútíma myndlistar. Verkin spanna allt frá olíumálverkum og innsetningum til vídeóverka. Hilmar Guðjónsson einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Hann kvaðst fullur eftivæntingar þegar blaðamaður Skessuhorns sló á þráðinn til hans. „Ég er orðinn spenntur, það er stutt í þetta,“ segir Hilmar. „Þegar maður er farinn að sjá eitthvað gerast, búið að setja upp í rými og svona þá verður maður spenntur,“ bætir hann við.

Nánar í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir