Hreppslaugarhlaup fer fram á morgun

Hið árlega Hreppslaugarhlaup Ungmennafélagsins Íslendings í Borgarfirði verður haldið á morgun, fimmtudaginn 11. ágúst. Hlaupið verður ræst klukkan 18:00 við Hreppslaug í Skorradal. Fram kemur á upplýsingasíðu mótsins að eftir hlaup verði boðið í sund í hina gömlu og margrómuðu Hreppslaug. Hægt verður að kaupa léttar veitingar á sundlaugarbakkanum. Hlaupnar verða þrjár vegalengdir í hlaupinu; 14,2 km, 7 km og 3 km með tímatöku. Drykkjarstöð verður í lengsta hlaupinu. Verðlaun verða veitt fyrir efstu sæti karla og kvenna og eftir aldursflokkum; 18 ára og yngri, 19-39 ára og eldri en 40 ára. Auk þess verða útdráttarverðlaun. Forskráning er á hlaup.is en allar nánari upplýsingar má finna á: www.facebook.com/hreppslaug

Líkar þetta

Fleiri fréttir