Sigurvegarar í barnaflokki. Ljósmyndir: Auður Margrét Ármannsdóttir.

Faxagleði fór fram á Stóra-Kroppi

Faxagleði, firmakeppni hestamannafélagsins Faxa í Borgarfirði, var haldin á Stóra-Kroppi í Reykholtsdal laugardaginn 6. ágúst í einmuna veðurblíðu. Þetta var í þriðja skipti sem keppnin er haldin á þessum stað og hefur hún vaxið með hverju árinu. Þátttaka var með ágætum. Firmakeppni var í flokkum polla, barna, unglinga, kvenna og karla auk kappreiða með frekar frjálslegu sniði. Eftir keppnina var svo slegið upp grillveisla sem veitingaþjónustan Kræsingar sá um. Að lokum var haldið heimleiðis en gleði og sátt var meðal þeirra sem tóku þátt í Faxagleði í ár. Stór hópur reið upp með Reykjadalsá og naut veðurs, samveru og góðra hesta sinna í kvöldsólinni. „Stjórn og firmanefnd Faxa þakkar eigendum og umráðamönnum Stóra-Kropps kærlega fyrir afnot af allri aðstöðu og frábærar móttökur í ár sem og síðustu ár,“ segir í tilkynningu. Meðfylgjandi myndir eru af þeim sem báru sigur úr býtum í fyrrgreindum keppnisflokkum.

Faxagleði_Karlaflokkur Faxagleði_Kvennaflokkur Faxagleði_Pollaflokkur Faxagleði_Unglingar

Líkar þetta

Fleiri fréttir