Ingveldur Bragadóttir úr GM varð fjórði kylfingurinn til að fara holu í höggi á Garðavelli í júlímánuði. Ljósm. GL.

Fjórði kylfingurinn fór holu í höggi

Ekkert lát virðist ætla að verða á því að kylfingar fari holu í höggi á Garðavelli á Akranesi í sumar. Skessuhorn greindi frá því 20. júlí síðastliðinn að þrír kylfingar hefðu farið holu í höggi í mánuðinum.

Föstudaginn 29. júlí síðastliðinn bættist Ingveldur Bragadóttir úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar síðan í hóp hinna lánssömu þegar hún fór holu í höggi á 8. braut Garðavallar. Hún sló upphafshöggið með 7-járni, boltinn lenti töluvert fyrir framan flötina og rúllaði beint ofan í holuna, að því er segir á heimasíðu Golfklúbbsins Leynis. Fóru því hvorki fleiri né færri en fjórir kylfingar holu í höggi á Garðavelli í júlímánuði svo staðfest sé.

Líkar þetta

Fleiri fréttir