Birgir Leifur. Ljósmyndir: Sigurður Elvar Þórólfsson; seth@golf.is

Birgir Leifur og Valdís Þóra á sterkum mótum um helgina

Birgir Leifur Hafþórsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í golfi, og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni kepptu bæði á næst sterkustu atvinnumótaröðum Evrópu í golfi í nýliðinni viku. Birgir Leifur keppti á áskorendamótaröðinni sem fram fór í Svíþjóð og Valdís Þóra á Let Access mótaröðinni sem fram fór í Sundsvall í Svíþjóð. Þau náðum bæði fínum árangri. Birgir Leifur endaði í sjötta sæti á mótinu og lék hringina fjóra á tíu höggum undir pari. Birgir Leifur var lengi í baráttunni við efstu menn og var aðeins einu höggi frá efsta sætinu þegar tvær holur voru eftir; hann fékk hins vegar skolla á 17 braut og lauk leik tveimur höggum frá efsta sætinu. Þetta er besti árangur Birgis á áskorendamótaröðinni í ár.

Valdís Þóra stóð sig vel í Sundsvall í Svíþjóð. Hún lauk keppni í 22. sæti og lauk mótinu á fimm höggum yfir pari. Valdís Þóra keppir á næsta móti í Noregi.

Valdís Þóra Jónsdóttir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Krufning í FSN

Nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði voru önnum kafnir í einni skólastofunni í síðustu viku er fréttaritara Skessuhorns bar að... Lesa meira