Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik. Ljósm. KKÍ..

Hlynur Bæringsson í landsliðshóp Íslands

Í ágúst og september mun íslenska karlalandsliðið í körfubolta leika í undankeppni fyrir Evrópumótið sem fram fer á næsta ári. Íslendingar lentu í riðli með Belgíu, Sviss og Kýpur í undankeppninni en hópurinn sem mun leika leikina sex í undankeppninni var tilkynntur á dögunum. Það eru sextán körfuboltamenn sem munu taka þátt í verkefninu og meðal þeirra er Vestlendingurinn Hlynur Bæringsson. Hlynur hefur verið fastamaður hjá landsliðinu síðustu ár svo það ætti að koma fáum á óvart að þessi frábæri körfuboltamaður sé í landsliðshópnum. Ísland komst í fyrsta sinn á Evrópumótið í fyrra og er stefnan sett á að endurtaka leikinn að þessu sinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir