Skólahúsið í Ólafsdal í Gilsfirði, byggt 1896.

Dagskrá Ólafsdalshátíðar

Eins og áður hefur verið greint frá í Skessuhorni verður Ólafsdalshátíðin haldin næstkomandi laugardag, 6. ágúst í Ólafsdal í Gilsfirði. Lokahönd hefur nú verið lögð á dagskránna og þar kennir ýmissa grasa. Meðal annars mun Ómar Ragnarsson fara með gamanmál og Lína langsokkur skemmta börnum og fullorðnum. Þá verður boðið upp á ferð um Gilsfjörð með nýuppgerðri Soffíu II (Bedford árg. 1940) sem er í eigu Fornbílafjelags Borgarfjarðar. Leiðsögumaður verður Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli. Markaður verður með Ólafsdalsgrænmeti og fleira, lifandi tónlist og myndlistarsýning auk erinda heiðursgesta.

Aðgangur að Ólafsdalshátíð er ókeypis og dagskráin er hér birt í heild sinni með tímasetningum:

Líkar þetta

Fleiri fréttir