Birgir Leifur og Valdís Þóra keppa á sterkum mótaröðum

Birgir Leifur Hafþórsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í golfi, og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni keppa nú bæði á næst-sterkustu atvinnumótaröðum Evrópu í golfi. Birgir Leifur hóf leik í gær á Áskorendamótaröðinni sem fram fer í Svíþjóð og Valdís Þóra hóf leik í fyrradag á Let Access mótaröðinni sem fram fer í Sundsvall í Svíþjóð. Birgir Leifur fór vel af stað og var á tveimur höggum undir pari eftir fyrsta keppnisdag. Valdís Þóra hefur einnig spilað vel og er á þremur höggum yfir pari eftir fyrstu tvo keppnisdagana.

Líkar þetta

Fleiri fréttir