Austin Bracey í leik með Snæfelli síðasta vetur. Ljósm. úr safni.

Austin Bracey kveður Hólminn

Körfuknattleiksmaðurinn Austin Magnús Bracey mun ekki leika með Snæfelli í Domino‘s deild karla í körfuknattleik á næsta vetri. Hann hefur nú samið við Tindastól.

Austin gekk til liðs við Stykkishólmsliðið árið 2014 og var einn af lykilmönnum liðsins á síðasta keppnistímabili þar sem hann skoraði 16,3 stig að meðaltali í leik.

Líkar þetta

Fleiri fréttir