Denis Kramar. Ljósm. Víkingur Ólafsvík.

Víkingur styrkir sig fyrir lokasprettinn

Nú er Pepsi deild karla í knattspyrnu rúmlega hálfnuð. Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga í Ólafsvík, gaf það út þegar félagsskiptaglugginn var opnaður að hann ætlaði að ná sér í leikmenn. Víkingur fékk til sín Martin Svensson frá Víkingi frá Reykjavík um það leyti sem glugginn var opnaður en nú hefur liðið bætt við sig tveimur leikmönnum til viðbótar; þeim Alexander Helga Sigurðarsyni og Denis Kramar. Alexander Helgi er tvítugur strákur sem kemur á láni frá Breiðabliki. Denis Kramar er 25 ára slóvenskur miðvörður. Denis spilaði síðast með FK Sarajevo í úrvalsdeildinni í Bosníu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir