Guðmundur Böðvar aftur í ÍA

Um síðustu helgi náðu Skagamenn og Fjölnir samkomulagi um að Guðmundur Böðvar Guðjónsson myndi klára tímabilið á lánssamningi hjá Skagamönnum. Guðmundur Böðvar er 27 ára gamall og hóf að leik með ÍA árið 2006. Hann lék alls 155 leiki fyrir Skagamenn áður en hann færði sig yfir til Fjölnis árið 2013 en hann aðstoðaði félagið að komast upp í efstu deild það árið. Guðmundur er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið í öllum stöðum varnar auk þess að spila á miðjunni. Guðmundur getur spilað sinn fyrsta leik fyrir ÍA í fjögur ár þegar liðið mætir FH í Pepsi deildinni í kvöld.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stangveiðar með drónum

Þegar blaðamaður Skessuhorns renndi niður Facebook í morgun rakst hann á athyglisverða auglýsingu. Þar auglýsti Suður-Afríska fyrirtækið Gannet búnað fyrir... Lesa meira