Svipmynd frá markaðnum á síðustu Ólafsdalshátíð.

Ólafsdalshátíð verður haldin á laugardag

Laugardaginn 6. ágúst næstkomandi verður Ólafsdalshátíð haldin níunda sinni í Ólafsdal í Gilsfirði. Er það í annað skiptið sem hátíðin er haldin á laugardegi. „Tókst mjög vel til með það í fyrra. Er það von Ólafsdalsfélagsins að með því fjölgi þeim gestum á hátíðinni sem kjósa að verja helginni í Dölum, Reykhólasveit eða nágrenni,“ segir í tilkynningu frá Ólafsdalsfélaginu.

Aðaldagskrá mun standa yfir frá kl. 13 til 17 og er dagskráin um það bil að verða fullmótuð. Lína Langsokkur mun mæta á svæðið og skemmta börnum á öllum aldri, Drengjakór íslenska lýðveldisins mun mæta með nýtt prógramm og Guðrún Tryggvadóttir mun kynna sýninguna „Dalablóð“. Lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti verður til sölu, glæsilegt Ólafsdalshappdrætti og vandaður handverks- og matarmarkaður auk þess sem boðið verður upp á veitingar. Að vanda verður aðgangur að hátíðinni ókeypis og allir velkomnir. Dagskráin verður nánar kynnt á www.olafsdalur.is og www.facebook.com/Olafsdalur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir