Smíðar handverk í skúrnum

„Þetta var bara gamalt lambahús fyrst þegar ég flutti hingað fyrir ellefu árum. Við breyttum þessu í skúr og hérna smíða ég,“ segir Aðalsteinn Vilbergsson um það leyti sem blaðamaður gengur inn í vinnuaðstöðu Aðalsteins. Skúrinn er ekki ýkja stór en snyrtilegur er hann og við blasir fín vinnuaðstaða ásamt fallegu handverki úr tré sem Aðalsteinn hefur unnið. Aðalsteinn býr á bænum Hálsum í Skorradal ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu, eða Distu eins og hún er gjarnan kölluð.
„Hér sæti ég öllum stundum ef ég hefði tíma. Það er afskaplega gaman að smíða og búa til alls konar hluti úr við. Ég er alltaf að kanna hvað ég get og hvað maður kann. Ég smíða bæði smærri hluti eins og litlar skálar og fleira en einnig geri ég töluvert af stærri hlutum.“

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir