
Söfnuðu ríflega 700 þúsund krónum fyrir Umhyggju
Á Reykhóladögum tók Seljanesfólks sig til og hélt uppboð á ýmsum varningi. Þátttaka í uppboðinu var góð, gestir fjölmargir og varð þar mikið mannamót. Söfnuðust á uppboðinu um 730 þúsund krónur og rennur ágóðinn óskiptur til Umhyggju, félags langveikra barna.
Myndasyrpu frá Reykhóladögum er að finna í Skessuhorni vikunnar.